Svári...og djúpt verður dýpra.
Uppgefinn gekk ég daufur í dálkinn út úr tíma ´hjá JIM í dag. Erfiður tími um margt flókið, svo ég fór að hugsa: Vá hvað ég þarf að lesa þetta heima. Jújú kom heim klukkan 19:00, borðaði pasta og ætla að fara að læra fyrir JIM. En jú hvað gerist, tölvan, sjónvarp og síminn. Veit ekki hvað ég á eftir að gera mikið í dag. Í gærkveldi var ég að reikna, og me´r gekk ekki sem skildi. 'Eg fór að hugsa hvort ég ætti ekki að fara bara í verkfræðina, en NEI! Ég ákvað að láta ekki nokkur dæmi slá mig út af laginu og ætla að halda ótrauður áfram.
Hvað er langt síðan það voru á milli 60-70 manns heima hjá mér? Jú, á laugardaginn.
Doktorsbotnar á sléttum dögum, mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Í dag er mánudagur svo gjörið svo vel:
1. ...ertu með sílikon, segðu mér satt, ég bara verð að fá að vita...
2. ....því ég er heimskasti krakki í heimi...
3. ...lóðin hlaðast á mig og bráðum verð ég alveg eins og þú...
Vonandi getiði leikið ykkur með þetta...
lAtEr
09 september 2005
Svári...og þú tapar í úrslitum!Jújú, þegar Guðmundur Steingrímsson segir "Jæja" og skiptir um cameru, þá veit maður að klukkan er orðin 10.
7 sek. eftir að leiknum, boltinn fyrir og
Antony Karl tekur hjólhestaspyrnu og skorar! Valur 2-2 KA. Ótrúlegt mark! Hver man ekki eftir þessum leik. Valur og KA öttu kappi í bikarúrslitaleik í septembermánuði árið 1992. Antony Karl varð hetja og þjóðkunnugur eftir þennan leik en seinna meir tók hann skref niður á við og spilaði með Breiðablik. En ég var á gangi í Háskólabíó í dag og hvern haldiði að ég hafi hitt, jú laukrétt, Antony Karl. Hann var að kynna Námsmannalínu Landsbankans og fór mikinn. Langaði bara að segja frá þessu.
Vöfflur eru dýrindis matur. Það var einmitt verið að gefa svoleiðis í dag. Ég fór og fékk mér eina slíka og fór til Kára sem stóð við hringlaga borð. Þá kom formaður enskudeildarinnar og spurði: " 'A ekki að skrá sig í nemendafélagið?" Þá komst ég að því að vöfflurnar voru aðeins fyrir enskunema. Fékk mér tvær til viðbótar!
Stigull var með lið á fótbotamóti Háskólans. Auðvitað stóðu Stiglarnir sig vel og komust ósigraðir í úrslitaleikinn en, þá biðum við lægri hlut fyrir sterku hagfræðiliði. En ágætis mót samt, fengum medalíu í sárabætur.
Doktorsbotn dagsins:
1. ...hvar er Guðmundur? voooó hvar er Guðmundur? vinur minn kær...2. Við sjónarhringinn bátur bíður, við bakkann bundinn og tíminn líður... 3. ...taktu vöku fram yfir svefn og sólu fram yfir regn...jæja reynið við þetta! Later
Þetta var skrifað kl.
18:05 |
=================
08 september 2005
Tónlistarspurningar1. Í hvaða tóntegund er Ava Adore með Smashing Pumpkins?
2. Á hvaða hljóm endar lagið?
Þetta var skrifað kl.
17:00 |
=================
07 september 2005
Svári...og þú kemst bara ekki upp!Menn og konur eiga það til að láta skrifa ævi sína niður og í framhaldinu af því kemur oftast út bók, um ævi einstaklingsins. Ef ég ætlaði að skrifa ævisögu mína þá myndi bókin hefjast á þessum degi fyrir nákvæmlega 20 árum! Jú, eins og mig grunaði...
Ekki komst Gróttan upp að þessu sinni, 5-1 hrun var það sem skildi liðin af. Vindur var mikill á Valhúsahæð í dag þar sem tvö lið öttu kappi. Reynir frá Sandgerði og Grótta frá Seltjarnarnesi. Vallaraðstæður voru mjög hagstæðar fyrir bæði liðiðn því ekki er mikið um logn í þessum sveitarfélögum.
Ég hef hlustað á barnarásina í kvöld. Hvur veit hvað skal gera við þetta. Fór í þjóðhagfræði í dag. Stór-Salur(vígvöllur Sigga Júl). Ég ásamt slappaðu af gaurnum sátum og hlustuðum á e-n mann tala um hagfræði, me´r fannst það gaman.
Pabbi er í finnlandi, hringdi áðan, frekar dularfullur, einkennilegt.
Doktorsbotn:
1. Fallinn með fjóra komma níu...2. ...ég myndi gera hvað sem er fyrir frægðina, nema kannski koma nakinn fram...3. Afi stundum segir mér hve hrikalega virtur okkar ættstofn er... Varð fyrir óvæntri ánægju í dag, kom mjög á óvart en mér þótti vænt um það.
Later börn!
Þetta var skrifað kl.
02:39 |
=================
6.9.Í dag á Sveinn Friðrik afmæli. Hann er tuttugu ára. Það þýðir að hann hefur lifað í tuttugu ár. 7305 daga. 175320 klukkutíma. 10519200 mínútur. 631152000 sekúndur. Geturðu lesið svona háa tölu? Geta mamma eða pabbi kannski gert það fyrir þig? Þegar Sveinn var lítill var hann sniðugur strákur. Hann ætlaði að verða slökkviliðsmaður. Hvað ætlar þú að verða? Nú hefur Sveinn kastað draumnum á glæ. Já, börnin góð, draumar rætast ekki alltaf. Ykkar draumar eru ekki öruggir. Draumar eru þó góðir. Haldið þeim áfram, börnin góð, og aldrei verða fullorðin eins og Sveinn.
{á myndinni sést Sveinn þegar hann var lítill, í skólanum}
Þetta var skrifað kl.
01:00 |
=================
06 september 2005
Svári...og það er mikið að gera.Þar sem skólinn og fótbolti spila stórt hkutverk um þessar mundir ´þá hef ég verið svolítið upptekinn. En ég er þó aldrei of upptekinn fyrir doktor! Nenni ekki að vera með málalengingar en bara eitt. Ég vil bjóða Bessa velkominn til okkar, velkominn Bessi.
Doktor:
1. Já, amma hún er indæl mær, ég finn hjá henni frið...2. ...og í Vatnsmýrinni þar er tívolí og það kostar krónu inn...3. ...hún þagði bara og lakkaði á sér neglurnar og þóttist ekki taka eftir, í hægðum mínum labbaði að borðinu og sagði hátt...AfmæliskveðjurLater
Þetta var skrifað kl.
00:04 |
=================
05 september 2005

1. Af hvaða hljómsveit er þessi mynd?
2. Í hvaða röð ganga
Bítlarnir yfir Abbey Road á Abbey Road?
3. Hvað eiga öll lögin sem spiluð eru á Útvarpi
Latabæ sameiginlegt?
Þetta var skrifað kl.
01:00 |
=================
01 september 2005
Svári...og þú veist ekki hvað á þig stendur veðrið!Að mörgu er að huga þessa dagana. Hvert annað borgarstjóraefnið kemur fram:
Gísli, Villi, Stebbi og Steina. Mitt álit á þessu fólki er misjafnt en til að gera langt blogg stutt þá er það almennt ekki mikið. Gílsi Marteinn, jú kemur á forsíðu Tímarits moggans. Mjög töff gaur, í pólóbol með hárgreiðslu eins og lítill 5 ára strákur hafi fengið að greiða honum þ.e. mjög töff. Viðtalið var aðallega um uppruna Gísla í Breiðholtinu, vinsældir Gísla og félaga í versló og í lokin var aðeins minnst á stjórnmálin í lífi hans. Eitt það fyndnasta í þessu viðtali var þegar blaðamaðurinn spurði Gísla hvort hann horfði ekki alltaf á sig í sjónvarpinu á laugardagskvöldum. (Fyrir þá sem héldu að þátturinn hans ,Laugarsagskvöld sem er nú ekki lengur á dagskrá, væri í beinni þá er þessi misskilningur hér með leiðréttur) Gísli sagði að hann þoldi ekki að horfa á sig. Hann vaskar upp með tónlist í eyrunum á meðan fjölskyldan horfir...áhugavert!
Nú er Gísli ef til vill verðandi borgarstjóri Reykjavíkur. Ef hann getur orðið borgastjóri þá ska ég hundur heita. Mér líst illa á þessi borgarstjóraefni, og fór því að´hugsa málið....en hef ekki enn komist að niðurstöðu.
Þar sem
Popppunktur fer í loftið á sunnudaginn klukkan
20:00 þá hef ég ákveðið að koma með doktorsbotna hér á síðuna. Ekki verða Þeir vikulega, segjum á sléttum dögum þ.e.
mánudögum,
miðvikudögum og
föstudögum. Frí um helgar! Reglur útskýrðar seinna.
jæja,
1. ...en eftir situr sársaukinn og stundum svol´dil hamingja...2. ...mmmm, somewhere over the rainbow...3. ...þú býður mér blíðlega góðan dag og drekkur þitt kínverska te, dimmblá fegurð augna þinna er það eina sem ég sé...later
Þetta var skrifað kl.
00:31 |
=================