Veldu þér tölu:

Fjötur

Henrik
Þingeyingurinn
Þóra Elísabet
(Arngunnur
Bessi
Edda og Egill
Jón Emil
Kristján
Söllenbergers)

Kátir piltar
Mottumaðurinn
Walrus

Gamalt og gott

janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
febrúar 2007
mars 2007
apríl 2007
maí 2007
júní 2007
júlí 2007
ágúst 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
janúar 2008
febrúar 2008
mars 2008
apríl 2008
maí 2008
júní 2008
júlí 2008
ágúst 2008
september 2008
október 2008
nóvember 2008
desember 2008
janúar 2009
febrúar 2009
mars 2009
apríl 2009
maí 2009
júní 2009
júlí 2009
ágúst 2009
september 2009
október 2009
nóvember 2009
desember 2009
janúar 2010
febrúar 2010
mars 2010
apríl 2010
maí 2010
júní 2010
júlí 2010
ágúst 2010
september 2010
október 2010
nóvember 2010
desember 2010
janúar 2011
febrúar 2011
mars 2011
apríl 2011
maí 2011
júní 2011
júlí 2011
ágúst 2011
september 2011
desember 2011



25 desember 2010

Jól

Ég skráði mig inn á Facebook áðan og samkvæmt fyrstu tölum voru núll vina minna innskráðir. Það þótti mér jólalegt.

Það kom reyndar í ljós að þeir væru um þrjátíu.

En ég skráði mig út.

Gleðileg jól, vinir, og gerið það sem þið viljið um jólin.


Þetta var skrifað kl. 14:14 |

=================

07 desember 2010

Kosningar til stjórnlagaþings

Fyrir nokkru kusu (fáeinir) Íslendingar 25 manns til að gera tillögur að breytingum á stjórnarskránni. Athygli vakti … Þessar kosningar vöktu nær enga athygli en líklega hefur mest verið talað um litla þátttöku. Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar ákváðu að kjósa ekki, eða voru aaðeins of seinir á kjörstað.

Í framboði voru yfir fimm hundruð manns og meirihluti þeirra sem komust að eru þjóðþekktir menn. Það hefur verið gagnrýnt, þetta varð ekki alþýðuþingið eins og menn vonuðust eftir heldur þing þekktra andlita og nafna.

Ekki samt láta eins og þetta hafi komið ykkur á óvart. Auðvitað er þekkt fólk með forskot. Auðvitað er minni áreynsla sem fylgir því að vita hvað Þorvaldur Gylfason stendur fyrir og hvers hann er megnugur en Jóhann Ólafsson kerfisfræðingur. Þetta kerfi býður upp á þetta og ekkert annað. Það var aldrei neinn listi 25 óþekktra manna að fara að koma upp úr kjörkössunum.

Ef þetta er svona slæmt þarf að breyta kerfinu. Ein leiðin til þess er að nýta sér eðli frægðarinnar. Óvinsældir fylgja frægð alveg eins og vinsældir.

Þá væri hægt að láta kjósendur búa til tvo lista. Einn yfir frambjóðendur sem þeim hugnast og annan yfir frambjóðendur sem þeir vildu að næðu ekki kjöri. Þorvaldur Gylfason, Katrín Oddsdóttir og Gísli Tryggvason hefðu örugglega fengið mörg mótatkvæði ef það hefði verið í boði.

Kannski er þetta skelfileg hugmynd. Ef hún hefði verið notuð í forsetakosningum í Bandaríkjunum er ekki ólíklegt að Ralph Nader hefði einhvern tímann náð kjöri.

Þá er það spurning. Hefði það verið jákvætt?

Kannski er málið að láta mótatkvæði gilda minna en meðatkvæði.


Já, mér fannst kerfið eins og það var ekki aaalveg nógu flókið.


Þetta var skrifað kl. 11:11 |

=================

06 desember 2010

Trú og rökfræði - Óendanleikinn

Gerum ráð fyrir öllum frumsendum rökfræðinnar ásamt valfrumsendunni. Gerum einnig ráð fyrir að helztu rök trúmanna, sem hafa gaman af því að færa rök að trú sinni, séu góð og gild, þ.e. að sköpun leiði af sér skapara.

Við vitum að heimurinn er til. Köllum skapara heimsins guð. Guð er til samkvæmt trúfrumsendunni. Þar af leiðir að einhver skapaði guð. Einhver skapaði þann skapara svo auðveldlega má fá skapararunu.

Þá er tvennt mögulegt:

(i) Runan er takmörkuð að ofan. Samkvæmt lemmu Zorns er þá til skapari sem enginn skapaði. Það er í mótsögn við trúfrumsenduna. Þá hlýtur hitt tilvikið að vera satt.

(ii) Runan er ótakmörkuð. Það er ekki til neinn alguð.


Hugleiðingar: Ef við köllum n-ta guð fyrir ofan okkur G_n, til hvers þeirra eigum við að biðja? Líklega er G_k kröftugri en G_l ef k > l. Eigum við að biðja til G_1 af því að hann er í beztu sambandi við okkur og er hann það? Eða eigum við að biðja til G_n fyrir hærra n, G_1000? Ef já, af hverju þá ekki G_99999999999999999999? Hvar eigum við að stoppa?


Þetta var skrifað kl. 13:52 |

=================

05 desember 2010

Þegar byrjað er að halda brunaútsölur á bókum er þess ekki langt að bíða að haldnar verði brunaútsölur á fólki.


Þetta var skrifað kl. 11:00 |

=================

04 desember 2010

Fæst orð bera minnsta ábyrgð

Ef manni er mikið niðri fyrir er ágætt að muna þetta:

Fæst orð bera minnsta ábyrgð.

Þetta eru fimm orð. Ef maður ætlar að segja þetta getur maður því eins sagt

þú ert aumingi og fífl

en það eru einmitt líka fimm orð. Sumir kjósa að nota þessi fimm orð á aðeins annan hátt:

Ég sef hjá móður þinni.

Þekkt er að menn vilji jafnvel leggja enn minni ábyrgð á herðar sínar, með því til dæmis að nota einungis fjögur orð:

Þú ert viðbjóðslegur fæðingarhálfviti.

Þegar við erum komin á þessa braut enn færri orða má nefna í framhjáhlaupi að menn hafa gengið svo langt að segja núll orð. Það kallast á fagmáli að þegja.


Þetta var skrifað kl. 10:50 |

=================

03 desember 2010

Bakkalárinn

Mörgum er enn í fersku minni íslenzki bachelorinn sem átti sinn eigin þátt á Skjá einum. Sumir muna jafnvel eftir því að Íslensk málnefnd sendi sjónvarpsstöðinni áminningu fyrir að nota orðið bachelorinn. Lengi var á huldu hvað stóð nákvæmlega í bréfinu en það hefur loks verið gert opinbert og er birt í heild sinni hér á eftir:


Kæri Skjár einn,

okkur hefur borist fjöldinn allur af ábendingum um frjálslegt málfar og leti við málvernd í dagskrá þinni. Sú síðasta ofbauð okkur.

Orðið 'bachelor' fellur í besta falli hræðilega inn í íslenska stafsetningu, framburð og beygingu. Að setja greini á orðið er móðgun við Íslendinga.

Við leggjum til að nafni þáttarins verði breytt í
Piparsveininn eða eitthvað aðeins skárra en núverandi nafn. Ef ekki verður farið að beiðni okkar vonumst við þá að minnsta kosti til að í framtíðinni verði betur hugað að því í hvaða landi dagskráin er send út.

Fyrst við erum byrjuð að skrifa bréf eru svo sem nokkur atriði sem okkur langar til að spyrja um. Af hverju var Steingrímur Randver valinn í þennan þátt? Hann er örugglega fínasti drengur en hann er ekki andlitsfríður, ekki ríkur og ekki vaxinn eins og grískur guð. Hann er því langt frá því að vera sá eftirsótti piparsveinn sem þáttur sem þessi þarf á að halda. Ef tekið er mið af því hvernig jakkafötin sem hann notar í þættinum passa á hann mætti halda að hann eigi ekki einu sinni sín eigin jakkaföt. Það leiðir okkur að næstu spurningu. Hvar í ósköpunum náðuð þið í allar þessar skemmdu stúlkur á Íslandi? Ar ðei for ríl? Var Steini að trekkja?

Takk fyrir alla unaðskjánahrollana,

Íslensk málnefnd.

Es. Er hún lessa?


Þetta var skrifað kl. 10:20 |

=================

02 desember 2010



Þetta var skrifað kl. 10:10 |

=================

01 desember 2010

Catalina Ncogo er hið dökka man. Hún er samt föl. Eða var það að minnsta kosti í eina tíð.


Þetta var skrifað kl. 10:00 |

=================