Veldu þér tölu:

Fjötur

Henrik
Þingeyingurinn
Þóra Elísabet
(Arngunnur
Bessi
Edda og Egill
Jón Emil
Kristján
Söllenbergers)

Kátir piltar
Mottumaðurinn
Walrus

Gamalt og gott

janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
febrúar 2007
mars 2007
apríl 2007
maí 2007
júní 2007
júlí 2007
ágúst 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
janúar 2008
febrúar 2008
mars 2008
apríl 2008
maí 2008
júní 2008
júlí 2008
ágúst 2008
september 2008
október 2008
nóvember 2008
desember 2008
janúar 2009
febrúar 2009
mars 2009
apríl 2009
maí 2009
júní 2009
júlí 2009
ágúst 2009
september 2009
október 2009
nóvember 2009
desember 2009
janúar 2010
febrúar 2010
mars 2010
apríl 2010
maí 2010
júní 2010
júlí 2010
ágúst 2010
september 2010
október 2010
nóvember 2010
desember 2010
janúar 2011
febrúar 2011
mars 2011
apríl 2011
maí 2011
júní 2011
júlí 2011
ágúst 2011
september 2011
desember 2011



29 maí 2011

klám
kynslóð
þumalputta


Þetta var skrifað kl. 19:38 |

=================

28 maí 2011

„Ég trúi því ekki að við ætlum að láta ofan í okkur svona svartan og heitan drykk.“

- Edda Halldórsdóttir.


Þetta var skrifað kl. 10:30 |

=================

27 maí 2011

Mjóbak

Bakið mitt er mjótt alls staðar.


Þetta var skrifað kl. 13:26 |

=================

26 maí 2011

Einn prófessorinn hérna telur að óstundvísi mín hafi örugglega eitthvað með eldgos að gera. Ég sé ekki tenginguna en hef ákveðið að vera sammála.


Þetta var skrifað kl. 13:13 |

=================

25 maí 2011

Ég sá tvífara JIMs í neðanjarðarlestinni í fyrradag. Hann var nákvæmlega eins og JIM með örfáum undantekningum:

1 Hann var enn styttra klipptur.
2 Hann var feitari.
3 Hann var með yfirvaraskegg og síðan hökutopp.
4 Hann bar mittistösku.
5 Hann var með eyrnalokk í báðum.
6 Hann var klæddur fyrir erfiðisvinnu.

Ég ákvað að biðja þennan ekki um hjálp með forknippin sem voru að plaga mig þá stundina.


Þetta var skrifað kl. 16:16 |

=================

24 maí 2011

Ég er meistari líkingamálsins, eins og Megas á sveppum.


Þetta var skrifað kl. 10:30 |

=================

23 maí 2011

Örsaga á ensku

Malia Ann and Sasha asked: Daddy, can we please go to Disneyland?

Their father replied: Yes, we can - but we won't.


Þetta var skrifað kl. 10:20 |

=================

05 maí 2011

Þroski

Fyrir nokkrum vikum var ég að nóttu til á skemmtistaðnum Bakkusi. Þar stóð ég og spjallaði við tvo félaga mína. Til okkar gengur tvær huggulegar stúlkur á aldur við okkur. Þær voru í sleikkeppni sín á milli og vildu vita hvort við værum til í að minnsta kosti tveggja sekúndna sleik. Okkur fannst þetta skrítin keppni og afþökkuðum.

Önnur þeirra (sú sem var undir í keppninni) þröngvaði þá sleik upp á félaga minn og á meðan spurði hin okkur hvað við værum eiginlega gamlir, tólf ára?

Þá rann það upp fyrir mér að, þveröfugt við það sem ég hafði haldið, okkur strákana skorti þroska.

Fyrst þótti mér það leiðinlegt en nú sé ég það jákvæða. Það er gott að eiga smá þroska inni.


Þetta var skrifað kl. 09:36 |

=================

04 maí 2011

Ég er þakklátur fyrir skilningarvitin.


Þetta var skrifað kl. 09:27 |

=================

03 maí 2011

El clasico

Hvað sem öllum vangaveltum um hvað gert hefur verið eða á að gera við hræin tvö líður fer fram fótboltaleikur í kvöld. Erkifjendurnir Real Madrid og Barcelona takast á í enn eitt sinnið.

Ég horfði á síðasta leik fyrir tæpri viku. Daginn eftir fylgdist ég með fréttum af honum. Það kom mér töluvert á óvart að flestar fyrirsagnir voru á þessa leið:

Messi skoraði tvö í sigri Barcelona

Og greinarnar voru í takt við fyrirsögnina. Jú, vissulega skoraði Messi tvö mörk í þessum leik. Og Barcelona vann. En það er alls ekki það sem þessi leikur skildi eftir sig. Ég bjóst frekar við fyrirsögnum á borð við:

Hópur aumingja saurgar góða íþrótt

Það var nefnilega skömm að þessum tveimur tímum. Til að vinna leikinn horfðu menn ekki á mark andstæðinganna heldur til dómarans. Barcelona, lið sem gerir tilkall til titilsins „bezta fótboltalið allra tíma“, notaði þetta kerfi ívið meira. Eftir þennan leik mun ég aldrei samþykkja þennan titil.

Kerfi Real Madrid í þessum leik var: (a) Verjast og sæta færis. (b) ...

Kerfi Barcelona var hins vegar: (a) Verða einum fleiri. (b) Gefa á Messi.

Casillas, Xavi, Ronaldo, Messi, Alonso. Þessir leikmenn, og margir fleiri í liðunum tveimur, eiga að geta séð til þess að fótboltaleikur verði hin bezta skemmtun. Í síðustu viku klúðruðu þeir verkefninu rækilega. Reyndar hélt einn þeirra því fram að umrætt kvöld hafi einhver sigur unnizt fyrir fótboltann. Sorrí, Xavi, en ef það gerðist var það svo sannarlega ekki á Estadio Santiago Bernabéu. Og mjög líklega hvergi á Spáni.


Þetta var skrifað kl. 09:18 |

=================