Veldu þér tölu:

Fjötur

Henrik
Þingeyingurinn
Þóra Elísabet
(Arngunnur
Bessi
Edda og Egill
Jón Emil
Kristján
Söllenbergers)

Kátir piltar
Mottumaðurinn
Walrus

Gamalt og gott

janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
febrúar 2007
mars 2007
apríl 2007
maí 2007
júní 2007
júlí 2007
ágúst 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
janúar 2008
febrúar 2008
mars 2008
apríl 2008
maí 2008
júní 2008
júlí 2008
ágúst 2008
september 2008
október 2008
nóvember 2008
desember 2008
janúar 2009
febrúar 2009
mars 2009
apríl 2009
maí 2009
júní 2009
júlí 2009
ágúst 2009
september 2009
október 2009
nóvember 2009
desember 2009
janúar 2010
febrúar 2010
mars 2010
apríl 2010
maí 2010
júní 2010
júlí 2010
ágúst 2010
september 2010
október 2010
nóvember 2010
desember 2010
janúar 2011
febrúar 2011
mars 2011
apríl 2011
maí 2011
júní 2011
júlí 2011
ágúst 2011
september 2011
desember 2011



28 febrúar 2007

Sjónvarpsþáttur um Hommana

Byrjunarlag:

Hverjir eru það sem hossast allan daginn?
(Bamm, bamm) Hommarnir!
Og gyrða nið'r um sig áður en þeir gang' í bæinn?
(Bamm, bamm) Hommarnir!
Þeir fíla það ef maður í þá kippir
en þegar spurðir er' um konur er ekki uppi á þeim …
typpið!
(Bamm, bamm) Hommarnir!


Og svo byrjar þátturinn:

Marías: Ég er svo heppinn að hafa fundið þig og þegar maður er svona heppinn á maður ekki að láta heppnina sér úr greipum renna. Ég vil alltaf vera með þér.
Kristján: Ég hélt alltaf að ég væri sá fundvísi.

Þeir brosa báðir.

Kristján: Marías?
Marías: Já.
Kristján: Ég elska þig.


Lokalag:

Hverjir eru það sem hossast …


Þetta var skrifað kl. 09:16 |

=================

26 febrúar 2007

Hún:
- Þú fylgist með kertunum á meðan ég fer í sturtu.
Hann:
- Ekkert mál. En þú verður að hafa auga með þeim á meðan þú stendur hér fyrir framan mig á nærfötunum.


Þetta var skrifað kl. 21:20 |

=================

23 febrúar 2007

Á nítján ára afmælisdaginn hennar sagði Özur við Aðalbjörgu: „Ég hlakka til að verða gamall kall og ég ætla að elska þig jafnmikið þá og nú.“

Fimmtíu árum síðar faðmaði Aðalbjörg manninn sinn að sér og Özur stóð við sitt: „Aðalbjörg, faðmlögin þín verða alltaf þægilegri og þægilegri.“


Þetta var skrifað kl. 17:32 |

=================



Á nítján ára afmælisdaginn hennar sagði Abel við Ösp: „Ég hlakka til þegar við verðum orðin gömul hjón og getum haft það notalegt hvort hjá öðru.“

Fimmtíu árum síðar faðmaði Ösp manninn sinn að sér en Abel brást ókvæða við og sagði: „Hver ert þú?“

Alois Alzheimer var orðinn versti óvinur Aspar.


Þetta var skrifað kl. 14:52 |

=================



Enginn veit hvað hann á að segja enda þögnin mjög viðeigandi. Sumir eru byrjaðir að halda niðri í sér andanum. Það er auðvitað mesta vitleysa, skrítið þegar þeir þurfa að anda frá sér. Partýhattar á höfðum og sumir fætur byrjaðir að dansa létt.

Svona er þetta þegar hádegi nálgast á Hádegismóum.


Þetta var skrifað kl. 12:55 |

=================

22 febrúar 2007

Nízkur? Tja, hann hefur ekki borðað salkjöt og baunir síðan það var hækkað í túkall.


Þetta var skrifað kl. 15:56 |

=================

20 febrúar 2007

Þú ert sáttur. Ég veit. En ef þú grefur nógu djúpt í bros hennar finnurðu sorg sem brosir veikt til þín vegna athyglinnar sem henni er gefin.


Þetta var skrifað kl. 10:36 |

=================



Hagnýt þrepun

Fullyrðing: Eitt sandkorn er ekki sandhrúga.
Sönnun: Augljós.
Fullyrðing: Ef þú hefur eitthvað sem er ekki hrúga og bætir einu sandkorni við færðu ekki út hrúgu.
Sönnun: Augljós.
Niðurstaða: Ekkert er til sem heitir sandhrúga.


Þetta var skrifað kl. 10:27 |

=================

18 febrúar 2007

Honum þótti fátt skemmtilegra en að tipla á tánum og reyna að láta lítið í sér heyra til þess að blundurinn hennar yrði sem beztur. Hann fór í iTunes og valdi bara róleg lög og spilaði þau lágt. Svo horfði hann á hana, hún hafði sofnað með trefilinn sinn. Honum leið vel en hann hlakkaði til þegar hún vaknaði svo að þau gætu spjallað og hlegið saman.


Þetta var skrifað kl. 18:00 |

=================

16 febrúar 2007

Heyrzt hefur að millinafnið ÍByrginu hafi farið fyrir dóm mannanafnanefndar í vikunni.


Þetta var skrifað kl. 18:34 |

=================

15 febrúar 2007

Ég ætlaði, og ætla enn, að verða svo margt þegar ég yrði stór. Nú er ég orðinn einn og áttatíu en fátt annað er ég orðinn.


Þetta var skrifað kl. 12:22 |

=================



Allir verndarenglarnir hans höfðu gefizt upp. Þeir voru sammála um að kröftum þeirra væri betur varið annars staðar; þetta hark væri tapaður málstaður. Hann, aftur á móti, hafði aldrei skemmt sér eins vel og gerði sér enga grein fyrir hversu illa var komið fyrir honum. Hann var ástfanginn af sjálfum sér og hirti lítið um nokkuð annað, eða nokkra aðra. Nú var kominn tími til að hann tæki gítarsóló.


Þetta var skrifað kl. 11:30 |

=================

14 febrúar 2007

Það er erfitt að vera töff þegar setið er í lágum stól við hátt borð.


Þetta var skrifað kl. 12:44 |

=================

12 febrúar 2007

Einu sinni var lítið barn. Það lá bara þarna í vöggu og virti fyrir sér lífið. Það vissi ekkert en það átti nokkuð eftirsóknarvert. Barnið var hamingjusamt. Það var saklaust og það var elskað. Barnið átti skilyrðislausa ást.
Barnið var fallegt. Öllum fannst barnið fallegt nema einum. Það var faðir barnsins. Faðir barnsins horfði á það og sá í því sjálfan sig. Við það fylltist hann viðbjóði og hann sá eftir því að hafa deilt genunum sínum. Hann sá þarna að hann hafði gert nægan óskunda og ákvað að taka ekki neinn þátt í uppeldinu.


Þetta var skrifað kl. 17:32 |

=================



Stundum er skemmtilegt og stundum er leiðinlegt. Sumt er bæði skemmtilegt og leiðinlegt. Stundum finnst manni eins og ekkert geti orðið leiðinlegt aftur. Það er skemmtilegt.


Þetta var skrifað kl. 09:08 |

=================

11 febrúar 2007

Bubbi

Mér þykir skemmtilegt hvað nafnorðið ,byggir' hefur komið sterkt og óvænt inn í íslenzkt mál.


Þetta var skrifað kl. 21:20 |

=================

08 febrúar 2007

Og þegar við nennum ekki lengur að leika, þegar við getum ekki blotnað meira eða skitið okkur meira út, þegar við stöndum þarna og hlæjum hvert að öðru, þá getum við farið heim til mín og fengið okkur mjólkurkex og kakó. Mamma tekur ekki eftir neinu.

Þegar mamma kom heim sá hún að útidyrnar voru opnar. Allt í drullu inni og allt á rúi og stúi inni í eldhúsinu. Hafði verið brotizt inn? Hvað með drenginn? Er í lagi með drenginn? Þegar hún svo sá hann skömmustulegan á svip ganga heimreiðina, og það sást varla í hann fyrir drullu, skildi hún allt. Litli prakkarinn. Litli sólargeislinn.


Þetta var skrifað kl. 18:34 |

=================

07 febrúar 2007

Lífið er bæði í dúr og moll. Moll er oft mjög fallegur.

Ég vil ekki vera fallegur, ég vil bara vera í dúr.


Þetta var skrifað kl. 18:00 |

=================

06 febrúar 2007

Ég fór í leikhús um daginn. Átakanlegt leikrit. Ungur maður beittur kynferðislegu ofbeldi. Fólk í salnum hló. Dæmigert að ég lendi á sýningu með sama fólki og var í salnum með mér þegar ég fór á Bakbrotsfell í bíó.

Með eindæmum lífsglaður félagsskapur.


Þetta var skrifað kl. 12:00 |

=================

05 febrúar 2007

- En hvað þú ert eitthvað skáldlegur í dag.

- Ha, já, ég fór ekki í sturtu í gær.


Þetta var skrifað kl. 18:17 |

=================



Maðurinn ætlaði út í fjöru til að öðlast hugarró. Hundurinn hafði engar áætlanir. Maðurinn var leiður. Hundurinn var svangur. Maðurinn horfði út á hafið. Hundurinn gelti. Manninum brá. Hundurinn hljóp um. Maðurinn fór. Hundurinn tók eftir skottinu sínu. Maðurinn grét.


Þetta var skrifað kl. 17:48 |

=================

03 febrúar 2007

Útvarpið prumpaði út úr sér: Ég hugsa aðeins um eitt, því ekkert fær breytt, ég veit að ég elska þig heitt.

Friðjón Sveinsson hallaði sér aftur í stólnum og tók eina línu, hann hafði unnið fyrir henni.


Þetta var skrifað kl. 21:40 |

=================



Fóstbræður

Þjónn!
Ertu að tala við mig?
Já.
Já, ég heiti ekki Brjánn.
Nei, ég sagði þjónn.
Já, ég er þjónn. Hvernig bragðast svo maturinn?
Hann er mjög bragðgóður.
Ha, viðbjóður? Af hverju ertu þá að borða hann?
Nei, bragðgóður.
Margfróður? Nei, ekkert sérstaklega. Af hverju spyrðu?
Ég var nú bara að hrósa matnum.
Háðsglósur? Ég heyri engan hér með háðsglósur nema þig. Þú ert greinilega eitthvað óánægður með staðinn.
Nei, nei, alls ekki, alls ekki, þetta er mjög huggulegt.
Subbulegt?
Nei, huggulegt sagði ég. Snoturt.
Jæja, er þér flökurt?
Heyrðu, gæti ég bara fengið reikninginn?
Aumingi? Ertu að kalla mig aumingja?
Nei, reikinginn!
Teikningin? Af staðnum?
Hvað kostar maturinn!?
Staðurinn? Hann er ekki til sölu. Hér hefurðu reikninginn, góði.
Ha? Varstu að segja að ég væri sóði?
Í blóði? Hér?
Nei, nei, ég heiti ekki Fróði, ég heiti Einar.
Steinar? Í súpunni?
Rjúpunni? Þetta er einhver misskilningur, ég var með kótilettur.


Þetta var skrifað kl. 20:57 |

=================

02 febrúar 2007

Listamaðurinn setti buxurnar í sokkana og stóð upp. Hann var með skítugt hár, í ljótum fötum og skegghýjungurinn var með því asnalegra á svæðinu. En allt þetta féll í skuggann á hans fagra og vel æfða yfirlætissvip. Hann gekk um svæðið þannig að það ískraði í eldgömlum skónum. Alltaf þegar einhver leit upp færðist glott á yfirlætissvipinn og hann varð enn ófrýnilegri.

Listamaðurlistamaðurérsvomikilllistamaður, sönglaði hann í hausnum.

Svo fór hann inn á bað að kreista fílapensla.


Þetta var skrifað kl. 15:42 |

=================