Veldu þér tölu:

Fjötur

Henrik
Þingeyingurinn
Þóra Elísabet
(Arngunnur
Bessi
Edda og Egill
Jón Emil
Kristján
Söllenbergers)

Kátir piltar
Mottumaðurinn
Walrus

Gamalt og gott

janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
febrúar 2007
mars 2007
apríl 2007
maí 2007
júní 2007
júlí 2007
ágúst 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
janúar 2008
febrúar 2008
mars 2008
apríl 2008
maí 2008
júní 2008
júlí 2008
ágúst 2008
september 2008
október 2008
nóvember 2008
desember 2008
janúar 2009
febrúar 2009
mars 2009
apríl 2009
maí 2009
júní 2009
júlí 2009
ágúst 2009
september 2009
október 2009
nóvember 2009
desember 2009
janúar 2010
febrúar 2010
mars 2010
apríl 2010
maí 2010
júní 2010
júlí 2010
ágúst 2010
september 2010
október 2010
nóvember 2010
desember 2010
janúar 2011
febrúar 2011
mars 2011
apríl 2011
maí 2011
júní 2011
júlí 2011
ágúst 2011
september 2011
desember 2011



29 maí 2007

Nú? Sorrí, mín mistök, ég hélt þetta væri aflfræðiorðabók.


Þegar ég var yngri keppti ég dálítið á handknattleiksmótum víðs vegar um landið. Eitt sinn þegar ég var að leika á Norðurlandi var félagi minn í Gróttu, Húnbogi, nokkuð harður í öllum sínum aðgerðum. Hann var enda stærri og sterkari en jafnaldrar sínir. Eitt sinn gekk hann svo hart fram að KA-menn urðu allir sem einn mjög reiðir. Jafnvel heyrðist í hrokkinhærðum dreng sem stóð í markinu hinum megin. KA-mennirnir voru allir á einu máli:

Úthaf meðan.

Allir hrópuðu þeir þetta í kór. Bæði Grótta og dómarinn stóðu bara og horfðu á þá í forundran. Hvaða merkingarleysa var þetta?


Þetta var skrifað kl. 18:48 |

=================

25 maí 2007

„Jæja, hvernig er svo að vera drusla?" spurði stráklingurinn vinkonu sína og brosti kíminn, enda fannst honum orð sín helvíti fyndin. Vinkonan hafði kysst gaur sem hún hafði ekki þekkt lengi, það var hvatinn til þessa brandara. En öllum viðstöddum var ljóst að stráklingnum fanns vinkona sín engin drusla. Orð hans báru þó ekki vott um hárbeittan húmor heldur var stráklingurinn bara leiður vegna þess að hann hélt að hann gæti aldrei fengið svona hott gaur til að kyssa sig. Hvað þá svona hott gellu.


Þetta var skrifað kl. 15:39 |

=================

23 maí 2007

Svínabóndinn var fátækur maður. Hann var samt ríkari en bezti vinur hans, sá átti ekkert nema nekt sína. Svínabóndinn átti nokkrar gyltur og einn grísling. Á kvöldin fór hann í stíuna og rak allar gylturnar út með harðri hendi. Þegar hann og gríslingurinn voru einir sagði hann: „Þú ert eina svínið sem ég elska, elsku litli gríslingurinn minn." Svo kyssti hann gríslinginn á ennið.


Þetta var skrifað kl. 13:33 |

=================

22 maí 2007

Þegar ég er dapur er sólsetrið bezti vinur minn. Ég spurði það hvort það væri sammála, hvort það vildi vera vinur minn. Sólsetrið játti. Ég spurði það svo hvort það vildi að ég væri vinur þess. En þá var sólin setzt.


Þetta var skrifað kl. 14:36 |

=================



Tvö ljóð

„Ég er gallalaus,˝ sagði gallinn.

„Ég er gallalaus,˝ sagði gallið.


Þetta var skrifað kl. 14:24 |

=================



Fyrir nákvæmlega viku átti þetta samtal sér stað í skólanum mínum:

- Viltu bjór?

- Nei, ég er ekkert góður að keyra þegar ég er fullur.



Svo keyrði hann heim og grét sig í svefn vegna þess að þennan hæfileika vantaði í hann.


Þetta var skrifað kl. 14:12 |

=================

21 maí 2007

Gæði eru afstæð og því kem ég með smá dæmi um útlönd.

Menntamálaráðherra Póllands hefur fordæmt réttindabaráttu samkynhneigðra.

Já, það er gott að búa á Íslandi, enda brosir Össur út að eyrum.


Þetta var skrifað kl. 17:15 |

=================



Þegar ég verð aðeins eldri ætla ég að verða varaþingmaður.


Þetta var skrifað kl. 15:13 |

=================

17 maí 2007

Mér datt í hug geggju færsla, gleymdi henn svo. Hér kemur önnur:

Ivan Vaughan hugsar líklega hverja mínútu, hvern dag:

- Djöfull er ég töff.


Þetta var skrifað kl. 23:42 |

=================

16 maí 2007

Áslaugur sat enn og aftur með sárt ennið. Hann var brotinn. Hann hélt samt ótrauður áfram, tók áhættu og dembdi sér í hvert ástarsambandið á fætur öðru. Hann vissi að það er eftirsóknarvert að vera margbrotinn.


Þetta var skrifað kl. 23:00 |

=================

15 maí 2007

Það er freistandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að nýta sér laskaða framsókn og hafa alger völd næstu fjögur árin. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks áfram held ég að væri mikið bara ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks. Jú, auðvitað fá framsóknarmenn heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið, en bara af því að sjálfstæðismenn hafa ekki áhuga á svoleiðis.

Ég spái því að DB-stjórnin haldi áfram um sinn en að sómi einhvers í þingmeirihlutanum sé svo stór að hann geti ekki haldið áfram að líta fram hjá honum. Hann sér hann og segir stopp.

Árangur áfram - stopp.


Þetta var skrifað kl. 13:44 |

=================

14 maí 2007

Mikil voru vonbrigði mín þegar ég komst að því að One Tree Hill-maraþonið var ekki síðasta laugardag heldur næsta laugardag. Próflokin voru þá ekki alveg eins og til stóð. Ljúf engu að síður. Já, nú sé ég eftir að hafa ekki klárað próftímann.

Það er líka mjög jákvætt að eiga One Tree Hill-maraþonið eftir. Svo er líka Ungfrú Ísland fljótlega.

Var einhver að kvarta yfir því að hafa ekkert að gera eftir prófin?


Þetta var skrifað kl. 14:00 |

=================

11 maí 2007

Heyrðu, þú ert með einhverja svarta klessu í kringum augað, það … heyrðu, það er á báðum, oj barasta … Afsakaðu … Er þetta nokkuð einhver sjúkdómur?


Þetta var skrifað kl. 16:28 |

=================



1.
Jón Sigurðsson þarf að hætta að tönnlast á slagorðinu Árangur áfram - ekkert stopp. Svona augljósir frasakallar held ég að nái engum sérstökum árangri. En Jón er einn þessara manna sem á enga svarna andstæðinga en enga dygga aðdáendur heldur.

2.
Norðurlandabúar hafa enga ástæðu til að vera svona bitrir yfir úrslitunum í Söngvakeppninni í gær. Norska lagið var óspennandi, danska lagið var venjulegt og íslenzka lagið þurfti nokkrar atrennur til að síast inn í huga minn. Það þarf einfaldlega að gera betur til að komast áfram. Ef þetta er samsæri þá er þetta lítið samsæri sem á að blása okkur baráttuanda í brjóst. Finnar sigruðu keppnina (eins og Sigmar myndi segja) í fyrra og ég sé ekki betur en að Svíar séu þegar komnir áfram líka. Þá lentu þeir í einu af tíu efstu sætunum í fyrra. Þó viðurkenni ég það að ég hef mikið gaman af væli um þetta.

3.
Börn og unglingar, reynið að læra heima í stærðfræði. Ekki einungis er mikilvægt að kunna eitthvað í henni heldur er hún bara svo skemmtilega skemmtileg. Það er ofurkúl að finnast stærðfræði leiðinleg, það er rétt, en það væri skarplegt að velja sér eitthvert annað fag til að þola ekki. T.d. kristin fræði.


Þetta var skrifað kl. 11:36 |

=================

10 maí 2007

Svári gerist alþýðlegur

Skemmtileg eða góð lög:

Ísrael
Georgía
Ísland
Belgía
Ísland
Serbía
Lettland
Ungverjaland

Lög sem komust áfram:

Hvíta-Rússland
Makedónía
Slóvenía
Ungverjaland
Georgía
Lettland
Serbía
Búlgaría
Tyrkland
Moldóva

Hlutfall skemmtilegra og góðra laga sem komst áfram: 50%

Rétt slefaði.


Þetta var skrifað kl. 23:42 |

=================



Var að komast að því að ef ég léti son minn heita Ragnar Örn eða Ragnar Össur eða Ragnar Örnólf yrði það þokkalega töff.


Þetta var skrifað kl. 21:00 |

=================

09 maí 2007

Fréttastofunni hefur borizt frétt:

Bernharð litli, sem helzt hefur unnið sér það til frægðar að eiga fallegt úr, lézt að heimili sínu í gær. Hann þjáðist lengi af dularfullum hrörnunarsjúkdómi. Þrátt fyrir að vera rétt rúmlega fertugur leit hann út eins og afi hans. Ljóst er að þessi hrörnunarsjúkdómur dró hann til dauða en sjúkdómurinn er enn sem áður stórt spurningarmerki.


Já, þið verðið að fara varlega ef þið eignizt töframátt.


Þetta var skrifað kl. 18:32 |

=================



Dómnefndin hefur skilað áliti sínu og leiðinlegasti sjónvarpsþáttur ársins 2007 hefur verið valinn. Metnaður RÚV-manna skarar fram úr keppinautunum í þessum efnum. Sú hugmynd að fá Jónínu Bjartmarz, Sigurjón Þórðarson, Kolbrúnu Halldórsdóttur og Róbert Marshall öll í einn og sama þáttinn á sama tíma gat einfaldlega ekki klikkað. Þetta varð klárlega leiðinlegasta sjónvarpsefni ársins.

Dómnefndin gerir sér grein fyrir því að árið er ekki einu sinn hálfnað en Joe svarar þeirri gagnrýni svona:

- Eruð þið að djóka? Það er enginn að fara að púlla svona stönt aftur!

Dómnefndin er nú farin í launalaust frí fram í janúar á næsta ári.


Þetta var skrifað kl. 00:44 |

=================

08 maí 2007

Ómar

Ómar Ragnarsson hafði verið í tæp fjögur ár á þingi og nú var komið að því að undirbúa næstu kosningabaráttu. Hann hafði mikið hugsað um hverjir væru heppilegir á listann fyrir næstu kosningar. Nú, þegar hann, Ómar Ragnarsson, var orðinn þingmaður, og engum fannst það skrítið var bara eitt rökrétt. Að fá Hemma Gunn á listann. Ómar var þó farinn að efast um að Hemmi vildi vera með. Alltaf þegar Ómar hringdi í Hemma var á tali.


Þetta var skrifað kl. 11:27 |

=================

07 maí 2007

Ef ég væri með meirapróf sneri ég viðeigandi hlið ökuskírteinisins upp í prófum.


Þetta var skrifað kl. 22:40 |

=================

04 maí 2007

Nýkrýndur Herra Ísland hafði brætt hjörtu viðstaddra og sér í lagi dómnefndar með einlægu brosi sínu. Joe varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að taka fyrsta viðtalið við Herra Ísland eftir krýninguna. Joe var reyndur blaðamaður, hann vissi hvaða spurning brann á landsmönnum:

Joe: Af hverju ertu með svona fallegt bros?
HÍ: Það er auðveldara að brosa þegar maður er glaður.
Joe: Og yfir hverju ertu glaður?
HÍ: Ég er svo fallegur.


Þetta var skrifað kl. 13:44 |

=================

03 maí 2007

Próf

Ég er alls enginn sérfræðingur um hvernig á að ná fram sínu bezta í prófum en ég hef mikla reynslu af einbeitingarleysi á prófatímum. Þess vegna hef ég ákveðið að reyna að hjálpa öðrum því ég veit alveg í hvaða vítahring maður getur lent.

Hér er próflærdómsaðferð sem ég hef verið að þróa og ég hef mikla trú á:

Fjárfestu í skeiðklukku og veldu þér tímaeiningu. Klukkutími væri mjög góður en valið er þitt. Við skulum hér eftir kalla þessa óskilgreindu tímaeiningu pfuff. Nú skaltu setja þér þá reglu að læra alltaf í heilum pfuffum.

Þegar þú ert að læra og dettur eitthvað í hug, eða eitthvað býðst, sem gæti verið skemmtilegra en að læra skaltu klára pfuffið þitt. Í lok pfuffsins skaltu endurmeta hugmyndina, eða boðið, þá hefur hún fengið að meltast aðeins og þú ert betur í stakk búin(n) til að taka ákvörðun um hvort hún skuli framkvæmd eða ekki.

Ef þú tekur þér hlé frá lærdómnum skaltu alltaf ákveða fyrirfram hversu langt hléið á að vera. Það er mín reynsla að maður sem liggur í bókum tekur skynsamari ákvarðanir en maður sem er t.d. á heilalausu netvafri.


Þetta var skrifað kl. 19:17 |

=================