Veldu þér tölu:

Fjötur

Henrik
Þingeyingurinn
Þóra Elísabet
(Arngunnur
Bessi
Edda og Egill
Jón Emil
Kristján
Söllenbergers)

Kátir piltar
Mottumaðurinn
Walrus

Gamalt og gott

janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
febrúar 2007
mars 2007
apríl 2007
maí 2007
júní 2007
júlí 2007
ágúst 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
janúar 2008
febrúar 2008
mars 2008
apríl 2008
maí 2008
júní 2008
júlí 2008
ágúst 2008
september 2008
október 2008
nóvember 2008
desember 2008
janúar 2009
febrúar 2009
mars 2009
apríl 2009
maí 2009
júní 2009
júlí 2009
ágúst 2009
september 2009
október 2009
nóvember 2009
desember 2009
janúar 2010
febrúar 2010
mars 2010
apríl 2010
maí 2010
júní 2010
júlí 2010
ágúst 2010
september 2010
október 2010
nóvember 2010
desember 2010
janúar 2011
febrúar 2011
mars 2011
apríl 2011
maí 2011
júní 2011
júlí 2011
ágúst 2011
september 2011
desember 2011



30 mars 2008

Svári...og þú kemur á óvart

Hejsan

Í gær horfði ég á áhugaverða mynd sem heitir Pan's Labyrinth. Myndin er víst búin að fá fullt af flottum og glæsilegum verðlaunum og fengið margar tilnefningar. Margir dóu í myndinni en þó lifðu nokkrir af, sem betur fer. Margar skemmtilegar persónur komu fyrir eins og td. hershöfðingin hinn harði sem saumaði sig sjálfur í framan eftir að hafa fengið stóran skurð. Skemmtilegast fannst mér þegar risastór froskur birtist og ældi út úr sér lykli...

Já, svona er það.

Liðið mitt vann í dag, sem er skemmtilegt. Það gerist nú ekki oft að liðið mitt vinni leik en stundum er maður heppinn.


Langaði að fara út að hlaupa í dag en ekkert varð úr því, kannski seinna.

Gangi ykkur vel


Þetta var skrifað kl. 21:00 |

=================

29 mars 2008

Vertu bara þú sjálfur, hugsaði Gísli á meðan hann gekk hikandi skrefum að stúlkunni við barinn. Pikköpplínurnar þutu hver af annarri í gegnum huga hans. Hún tók eftir honum og þau horfðust í augu síðustu skrefin. Gísli opnaði munninn. Lokaði honum aftur. Svo kom það.

Má ég fara í sneik í símanum þínum?


Þetta var skrifað kl. 22:21 |

=================

28 mars 2008

Svári...og týnir hlutum

Sæl öll

Gærdagurinn var skemmtilegur í alla staði, gerði nokkuð sem ég hef ekki gert í mörg mörg ár. Lítið hælsæri gaf það sterklega til kynna.

Saumaklúbbur eða nýstofnað kvennaíshokkílið? Ég bara veit það ekki.

Mér tókst að týna vettlingunum mínum enn og aftur. Ég held að þetta sé í 5. eða 6. sinn sem ég týni þeim frá áramótum en alltaf tekst mér að finna þá. Ég þarf greinilega að fá mér svona band sem tengir þá saman til að koma í veg fyrir þennan ósið.

Í gær fór ég í heimsókn á Borgarspítalann ...alveg hreint ágætisheimsókn.

Keyrði framhjá risastórum vörubílum í hádeginu. Þeir óku allir saman í hnapp á Miklubrautinni og flautuðu óspart.

Í dag er föstudagur og þá á maður að hafa gaman. Ég geri ráð fyrir að halda í gamlar venjur og gera e-ð skemmtilegt í tilefni dagsins.


Lóan er komin og sólin skín...

Lifið heil!


Þetta var skrifað kl. 14:27 |

=================

26 mars 2008

Svári...og þú gerir þitt besta


Something, something, something...

Fór í gleraugnaleiðangur með Maríu Rún í dag. Fórum á nokkra staði og skoðuðum alls konar gleraugu í öllum stærðum og gerðum. Ég var duglegur að máta og María reyndi eftir bestu samvisku að segja sitt álit.

"Þetta er mjög töff í dag", "mér finnst þessi klæða þig svakalega vel"...þessa frasa fékk ég að heyra oft og mörgum sinnum í leiðangrinum mínum í dag og áttu misvel við. Ég fann nokkur alveg hreint ágæt gleraugu nema hvað verðið á þeim öllum var frekar hátt. Ég mun feta í fótspor félaga minna og fara í styrkjaleiðangur til að safna mér fyrir gleraugum.

"Sæmi, þú varst jú séður vel..."

Já, þetta er skemmtilegt. Hitti kátan og jafnframt stórskemmtilegan mann á kaffihúsi hér í bæ í fyrir skemmstu. Við borðuðum beiglur, drukkum kaffi og spjölluðum um ástandið. Ég reyndi að setja mig í spor þeirra sem stjórna og hann í spor þeirra sem lúta. Þetta varð dálitið furðulegt og slembikennt á köflum en endaði þó með handarbandi. Stefnum á að endurtaka leikinn sem allra fyrst...

"Det var i vår ungdoms fagraste år..."

Á föstudaginn er vísisindaferð í Vífilfell. Ég er á hinum stórmerkilega biðlista, þar sem allra vinda er von.

Horfði á vægast sagt lélega mynd í gær, vil nú ekki láta nafn hennar getið en léleg var hún. Horfði hins vegar á skemmtilega mynd um helgina þar sem lygar og skylmingar voru áberandi, mæli eindregið með þeirri mynd!

Lifið heil


Þetta var skrifað kl. 00:53 |

=================

21 mars 2008

Svári...og sólin skín.

Something in the way she moves
Attracts me like no other lover

Little darling, the smiles returning to the faces

Seems like all i really was doing
Was waiting for you


Lifið heil


Þetta var skrifað kl. 18:24 |

=================

18 mars 2008

Svári...og þú vonar það besta

Já, þið segið það


Heyrði skemmtilega smásögu í gær, get því miður ekki sagt ykkur hana en sagan var sniðug.

Ánægður með Megas.

lifið heil!


Þetta var skrifað kl. 22:54 |

=================

16 mars 2008

Svári ... og lífið er erfitt


Þetta var skrifað kl. 20:41 |

=================

14 mars 2008

Þessi síða má muna sitt fífl fegurra. Svári hefur oft gert betur en síðustu vikur. Má þar nefna gullaldirnar tvær.

Einu sinni voru doktorar, spurningar og jafnvel fyrripartar hér daglegur biti og Svári var síðan sem fólk kíkti fyrst á þegar það fór í tölvuna. Hér var komið upp hið myndarlegasta netsamfélag.

Síðar komu hér tímabil þar sem alls ekkert vondar örsögur og ljóð komu daglega, jafnvel oftar, og síðan var andlegt afdrep menningarþyrstra kaffidrykkjumanna.

En nú, í annað sinn, boða ég hlé. Ég tek mér hlé í 10-30 daga hlé og ef ég þekki mig rétt kem ég sterkur inn að hléi loknu.

Kári.

Es. Ég veit ekkert hvað Svenni gerir. Hann gæti komizt í stuð við þessar fréttir og dúndrað inn færslum, hverri af annarri. Ef þið viljið, getið þið fylgzt spennt með því.


Þetta var skrifað kl. 17:16 |

=================

10 mars 2008

Tvennt hneykslanlegt

Konur eru tæp 63% af nemendum við grunnnám við Háskóla Íslands OG námsval er enn mjög kynbundið.


Þetta var skrifað kl. 19:36 |

=================

03 mars 2008

Starf útburðardrengsins tók öllu meira á sálina fyrr á öldum en það gerir nú.


Þetta var skrifað kl. 00:46 |

=================

02 mars 2008

Það skal enginn ljúga því að mér að mógúll sé íslenzkt orð.


Þetta var skrifað kl. 18:51 |

=================