Svári...og vorið leikur um hár þitt
Já, bjartari tímar eru framundan. Allt mun verða betra, fallegra, heilbrigðara og flottara. Ég veit ekki alveg hverjum ég á að trúa í þessum efnum en þetta verður spennandi. Já kæri lesandi, það eru spennandi kosningar í vændum.
Nú hef ég horft og tvo umræðuþætti á NFS og RUV varðandi kosningarnar á morgun. NFS hélt s.k. borgarafund í gær sem heillaði mig mjög mikið. Þátturinn var mjög góður og mikill hiti var á milli manna. Simmi frændi fór á kostum og stjórnaði þættinum af mikilli hörku. RUV þátturinn var einnig áhugaverður og hafði margt fram að bjóða. Ég hef fylgst mikið með undirbúningi þessara kosninga og mun nú koma með "mína skoðun" (sorry Valtýr, varð bara að nota þetta) á flokkunum fimm. (Röð flokkanna var valin óháð persónulegri skoðun)
1. Vinstrihreyfingin Grænt framboðÉg sá hann, las greinina, lokaði augunum og fór reiður í bragði. Mynd af Degi litla, ganga út af samningarfundi um framhald R-listans blasti við Íslendingum á síðu Moggans. Ég missti allt álit á flokknum og fór að leita á önnur mið. En, ég er búinn að taka flokkinn í sátt. Oddviti flokksins hún Svandís hefur heillað mig töluvert í þessari kosningabráttu. Hún kemur vel fram, er heiðarleg, ákveðin og hefur skýra stefnu.
Ég veit ekki hversu mikið fylgi flokkurinn fær og hvort hann fær yfir höfuð stuðning minn en ég vona bara að flokknum gangi vel. Hann á skilið a.m.k. 2 menn og vonandi fær hann þann þriðja.
2. SjálfstæðisflokkurinnÉg bara veit ekki hvar ég á að byrja...en eitt er víst að Vilhjálmur Þ. hefur ekki heillað mig með framkomu sinni í þessari kosningabaráttu. Hann hefur setið á ófáum fundum með Degi B. og hafa þeir tveir tekist mikið á. Vilhjálmur er með skítkast út í Dag þátt eftir þátt, grípur fram í með litlum leiðindarorðum og síðast en ekki síst væntir hann um lygi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur breytt áherslum sínum hvað eftir annað í anda félagshyggunnar og svo að lokum segir Vilhjálmur í Fréttablaðinu að það væri möguleiki að hafa flugvöllinn á sínum stað þrátt fyrir að hafa eitt miklu púðri í að styðja þá tillögu um brotthvarf vallarins úr Vatnsmýrinni. Hann er hræddur við Frjálslynda í þessum efnum. Reynir að ná til kjósenda F-listans með því að segja korteri fyrir kosningar að það væri góður möguleiki að hafa flugvöllinn á sínum stað. Ég verð að segja að mér finnst þessi flutningur ekki trúverðugur og vona að fólk sjái í gegnum svona þvaður.
Ég hef komist að niðurstöðu hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar.
Ég mun ekki kjósa hann á morgun, svo mikið er víst. Vilhjálmur hefur hrapað allsvakalega í áliti hjá mér síðustu daga.
3. FramsóknarflokkurinnHmm....ég hef ekki margt gott um Björn Inga að segja. Hann hefur þó haldið sig á mottunni í kosningabaráttunni og hrósa ég honum fyrir það. Mér finnst Bingi ekki trúverðugur, veit ekki hvort ég myndi treysta honum fyrir kettinum mínum.
Stór og mikil loforð eru á stefnuskrá x-bé manna og hvert af öðru dýrara. Ég bara get ekki trúað því að Framsóknarmenn sorry, x-bé menn finni peninga til að fjármagna gjaldfrjálsan leikskóla, ókeypis strætóferðir, vatnsrennibrautagarð og flugvöll á Lönguskerjum án þess að hækka skatta. Jú, flokkurinn er með mikinn stuðning, það er ekki um að villast. Hér á ég við fjárhagslegan stuðning, því framsóknarflokkurinn hefur auglýst áberandi mest og eytt áberandi mestum peningum í auglýsingar. Þeir geta eflaust leitað til þessara manna til að fjármagna öll þau loforð sem flokkurinn hefur kynnt. 250.000kr er ágætis peningur. Bingi hefur lofað mér sem borgarbúa í Reykjavík þessari upphæð í pósti á næsta kjörtimabili ef x-bjé nær kosningu. Ekki láta blekkjast kæri lesandi. Þetta er eitt mesta rugl sem ég hef heyrt og ætla ekki að eyða fleiri orðum í þetta af augljósum ástæðum.
Ég mun alls ekki stuðla að því að Bingi verði borgarstjórn og vona að sem fæstir geri það. Innri starfsemi flokksins segir allt sem segja þarf.
4. SamfylkinginDagur og félagar tala mikið um hversu skýr valkostu Samfylkingin er fyrir kjósendur. Ég verð bara að segja að mér finnst Samfylkingin vera mjög óskýr kostur, eins og reyndar fleiri framboð. Samfylkingarmenn hafa þó verið heiðarlegir í þessari kosningabaráttu og hafa haldið sinni stefnu, sínum lit og síðast en ekki síst hefur Samfylkingin haldið nafninu sínu óbreyttu. Dagur hefur þurft að þola mikið skýtkast frá honum Vilhjálmi síðustu daga sem hefur ekki verið Villa til framdráttar eins og kom áður fram og einnig hefur Samfylkingin þurft að þola ýmiss óþokkabrögð frá Sjálfstæðisflokknum. Til að mynda tóku Sjálfstæðismenn sig til og báru út bækling í Breiðholtinu sem innihélt eintóm fúkyrði og ósannindi í garð Samfylkingarinnar, bar þar hæst hið s.k. stöðumælamál. Segir mikið um starfsemi Sjálfstæðismanna
Samfylkingin lofar gjaldfrjálsum leikskóla eins og margir. Ég er alls ekki sammála því að gjaldfrjáls leikskóli sé besta lausnin. Auðvitað vilja allir fá allt frítt, en það þarf ekki
hámenntaðan hagfræðing til að sjá að einhver þarf að borga. Auðvitað eiga skattar ekki að hækka og velferð á að aukast, en eins og áður sagði þarf einhver að borga þessi ósköp.
Steinunn Valdís hefur ekki verið áberandi í þessari kosningabaráttu hjá Samfylkingunni og er það vel. Ég er hæstánægðu með að hún hefur lítið sem ekkert blandað sér í báráttuna og það væri fróðlegt að vita hvort það væri af ásettu ráði eða bara eintóm tilviljun að minni hálfu.
Samfylkingin er óskýr kostur en hefur besta borgarstjóraefnið að mínu mati.
5. FrjálslyndirFrjálslyndir hafa heillað mig í þessari kosningabaráttu. Ekki það að ég sé sammála því sem þeir segja heldur aðeins þessi heiðarleiki og einlægni sem mér finnst einkenna flokkinn. Ég vil flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni og er ekki mikill Laugavegaverndunarsinni en það er e-ð sem heillar mig við framboðið.
Frjálslyndir tala mikið um hversu litla ábyrgð þeir bera á alls kyns málum sem betur hefðu mátt fara, en raunin er einfaldlega sú að þeir hafa ekki verið í afstöðu og haft nægjanlegt fylgi til að geta borið ábyrgð. Þeir tala vel um þá sem minna mega sín og leggja mjög mikla áherslu á að gera þeim gott. Mér líkar svoleiðis stefna.
Frjálslyndir er eiga skilið einn mann í borgarstjórn en ekki meira.
Já, hér hef ég sagt mína skoðun á þessum málum. Auðvitað hefði ég getað tala mikið meira um hvern flokk, nema kannski Frjálslynda, en þetta nægir í bili.
Ég skipa öllum sem kosninagrétt hafa til að nýta sér hann því hann er ekki sjálfsagður hlutur.Kosningakveðjur Sveinn Gunnlaugsson