lÉg var í burtu um helgina, dvaldi í húsi einu á Snæfellsnesi, eða Nesinu eins og heimamenn kalla það. Helgin var tileinkuð eins árs afmæli Kalla Blómkvist, eða Kalla eins og heimamenn kalla hann.
Svo kom ég í bæinn, það var ljúft með eindæmum. Svo þurfti ég í dag að lesa Blaðið af dagblaðapappír eins og sauðsvartur almúginn. Þar sá ég að ensk lið væru óð og uppvæg að ná í stjörnur liðanna sem voru dæmd niður um deild á Ítalíu.
Meðal þessara stjarna eru Mauro Camonaresi og David Trezeguet.

Camonaresi er ástæða þess að ég hélt ekki heilshugar með Ítölum í úrslitaleiknum. Gekk mun betur að halda með þeim eftir að hann fór út af.
Fyrir vítaspyrnukeppnina var ég beðinn um að nefna einhvern sem ég héldi að skoraði ekki í keppninni. Ég nefndi Trezeguet af því að ég vildi endilega sjá hann klúðra. Það gerðist.
Sem sagt, ég er ekki aðdáandi þessara manna. Ég er hins vegar aðdáandi Liverpool. Því var ég ekki glaður þegar mitt ástkæra Blað sagði að mitt ástkæra Liverpool væri á höttunum eftir þessum lúðum.
13 júlí 2006
BlaðiðÉg er í vinnunni þannig að ég get ekki bloggað lengi. Hah, talandi um að ég sé í vinnunni þá get á upplýst ykkur um það að ég er prófarkalesari Blaðsins. Prófarkalas meðal annars Blaðið í gær. En á forsíðu mátti finna eftirfarandi:
Foreldrum mun stenda til boða
að fá greitt fyrur að heima
með börnunum í stað þess að
greiðslurnar fari til dagforeldra.
Þetta myndi teljast brottrekstrarsök ef ég væri framkvæmdastjóri þessa fyrirtækis. Því vil ég biðja ykkur um að breiða þetta ekki út.
Annað, ég var í dag að lesa yfir grein um James Blunt. Fyrirsögnin var eitthvað á þessa leið:
Blunt vill búa með öpum
Á svona stundum vildi ég að ég hefði meiri völd því að ekkert vildi ég meira en að breyta fyrirsögninni og hafa hana meira í ætti við:
Líkur sækir líkan heim
Þetta var skrifað kl.
19:52 |
=================
BlaðiðVar rétt í þessu að breyta mínu fyrsta ásættanlegu í viðunandi. Veitti mér gleði heimsins. Það eru ekki mörg orð sem eru ljótari en ásættanlegt en eitt þeirra er óásættanlegt. Úff, þar fór um mig hrollur.
Þetta var skrifað kl.
13:59 |
=================
12 júlí 2006
Allt í lagiUppáhaldsorðasambandið mitt er
allt í lagi
allt
í
lagi
Þetta orðasamband hefur allt. Reyndar hefur það líka í og lagi en það hefur, umfram allt, allt.
Von. Ég heyrði það og það birti yfir öllu. Ég er stundum svartsýnn og með þunga lund. Allt í lagi. Það
er allt í lagi. Það
verður allt í lagi.
Og þá verður allt í lagi.
Því segi ég við þig: Þetta er allt í lagi.
Þetta var skrifað kl.
03:47 |
=================
11 júlí 2006
Grár dagurDagurinn í dag var þess eðlis að fólk vildi ekki einu sinni fara í bíltúr. Bezt væri bara að vera heima. Gráminn úti náði með lymskulegum hætti að smokra sér inn í húsið. Allt var svart. Mig langar í lest.
Ef ég hefði tíma færi ég í lest. Róandi hávaðinn í lestinni myndi smokra sér inn í mig og róa mig niður, ég læsi góða bók. Mér er sama hvert ég færi, bara að ég kæmist aftur heim. Rigningin byldi á glugganum. Mér liði vel.
Ég ætti kannski bara að fara í göngutúr. Út í Gróttu. Ég andaði að mér fersku loftinu og það róaði mig niður. Ég væri blautur í gegn. Gott. Hjartað slægi hægt en örugglega.
En ég fer ekki neitt...
Þetta var skrifað kl.
16:09 |
=================
03 júlí 2006
Does this darkness have a name?Is it your name?
Þetta var skrifað kl.
15:37 |
=================
02 júlí 2006
Hroki gegn hleypidómumGay Pride-gangan fór fram í Lundúnum í dag en í dag er einmitt frí í HM í knattspyrnu. Ætti þessi dagsetning að kveða að einhverju leyti niður þá fordóma að hommar hafi alls ekkert gaman af fótbolta. Hmmm, þegar ég skrifaði þessa setningu hafði ég lesbíurnar ekki í huga. En með þær í huga gætu fordómarar hugsað sem svo: Lesbíurnar hafa líklega kúgað aumingja hommana til að hafa gönguna á frídegi HM. En ég, Kári, hugsa að sjálfsögðu ekki svona.
Yfirskrfit göngunnar er "Pride against Prejudice". Mbl.is hefur, skiljanlega, ákveðið að þýða þetta sem ,,Stolt gegn fordómum". En ég má bara til með að nefna það hvað önnur þýðing, sem er mjög rökrétt fyrir sitt leyti, er sniðug og alger andstæða við það sem samkynhneigðir vilja láta bendla sig við: Hroki gegn hleypidómum.
Þetta var skrifað kl.
18:35 |
=================
01 júlí 2006
HMÞetta er fyrsta stórmótið þar sem ég er yfirlýstur stuðningsmaður Englendinga. Það hefur verið skemmtilegt og ég fékk að upplifa það sem allir stuðningsmenn þeirra hafa einhvern tíma þurft að upplifa, tap í vítaspyrnukeppni. Það þarf eitthvað mikið að gerast til að Englendingar vinni vítaspyrnukeppni. En ætli tíminn lækni ekki öll sár. Annars sá ég mjög hressan mann með íslenzka og portúgalska fánann hangandi út af svölunum hjá sér. Ég brosti til hans.
Alveg síðan keppnin byrjaði hef ég beðið þess með óþreyju að Frakkar dyttu út. Mér var það lífsins ómögulegt að halda með þeim, þar til nú. Ég veitti Frökkum stuðning minn í leiknum við Brasilíu enda væri það æði leiðinlegt ef Brassarnir næðu titlinum enn einu sinni. Viti menn! Frakkar unnu þá 1-0. Ég brosi breitt yfir því að Brasilíumenn eru dottnir út úr keppninni og furða mig einnig á því hvernig þeir gátu Henry sigla svona auðan sjó í sókninni sem hann skoraði í. Ég horfði reyndar á þetta ruglað og Henry-arnir voru þrír, en enginn Brasilíumaður var nálægt, í mesta lagi einn að gæta Henry-anna þriggja. Það er ekki nóg í rugluðum fótbolta.
Kári, frjáls, óháður og ókeypis.
Þetta var skrifað kl.
23:13 |
=================