Veldu þér tölu:

Fjötur

Henrik
Þingeyingurinn
Þóra Elísabet
(Arngunnur
Bessi
Edda og Egill
Jón Emil
Kristján
Söllenbergers)

Kátir piltar
Mottumaðurinn
Walrus

Gamalt og gott

janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007
febrúar 2007
mars 2007
apríl 2007
maí 2007
júní 2007
júlí 2007
ágúst 2007
september 2007
október 2007
nóvember 2007
desember 2007
janúar 2008
febrúar 2008
mars 2008
apríl 2008
maí 2008
júní 2008
júlí 2008
ágúst 2008
september 2008
október 2008
nóvember 2008
desember 2008
janúar 2009
febrúar 2009
mars 2009
apríl 2009
maí 2009
júní 2009
júlí 2009
ágúst 2009
september 2009
október 2009
nóvember 2009
desember 2009
janúar 2010
febrúar 2010
mars 2010
apríl 2010
maí 2010
júní 2010
júlí 2010
ágúst 2010
september 2010
október 2010
nóvember 2010
desember 2010
janúar 2011
febrúar 2011
mars 2011
apríl 2011
maí 2011
júní 2011
júlí 2011
ágúst 2011
september 2011
desember 201130 mars 2007

Glöggir lesendur?

A: Hæ!
B: Uuuu … hæ?
A: Þekkirðu mig ekki?
B: Mér þykir það leitt en …
A: Ég er Jói!
B: Jói?
A: Já, Jói!
B: Jaaaá, Jói. Nú þekki ég þig.
A: Já, það var nú eins gott, við þekkjumst vel.
B: Já, þetta er skrítið.
A: Ertu búinn að lita á þér hárið?
B: Já, það er víst. Það hlýtur að vera málið.
A: Já, örugglega.


Þetta var skrifað kl. 12:20 |

=================

25 mars 2007

Flensan náði mér. En svo fékk ég mér fjallagrasamjólk úr fjallagrösum frá Leirhöfn. Þá var það ég sem náði mér.

Ég var með hellu fyrir eyrun í gær. Hún var eitthvað svo skrítin að mér fannst ekki rétt að kalla hana það sama og allar aðrar hellur sem ég hef fengið fyrir eyrun. Því fannst mér tilvalið að kalla hana hvolsvöll. Hvolsvöllur fyrir eyrun.


Þetta var skrifað kl. 17:00 |

=================

22 mars 2007

Ég fór í klippingu í dag. Ég fór á rakarastofu Ragnars og Harðar, Vesturgötu 48, enda er ég trygglyndur með eindæmum. Þar tók Raggi rakari á móti mér með bros á vör sem endranær. Hann var að klára að klippa gráhærðan mann. Já, ég hef aldrei séð mann þarna inni sem er minna en þrjátíu árum eldri en ég, ekki nema bara í speglinum. Ég þvoði samvizkusamlega á mér hárið í morgun en þegar ég kom í stólinn var hausinn á mér settur í þar til gerðan vask og Raggi fór höndum sínum um hárið mitt. Þessu hafði ég aldrei áður lent í. Það var mjög ánægjulegt og þægilegt, ég hugsaði að þetta væri nú sannarlega ánægjuleg ferð til rakarans. Þegar klippingin var komin nokkuð á veg kom pósturinn (kærasti Steingerðar) inn með póstinn. Þar á meðal var útvarpshlustunarkönnun sem ætlast var til að Raggi tæki næstu vikuna. Til að auka líkurnar á því að hann nennti því fylgdi með happaþrenna. Raggi hafði lítinn áhuga á könnuninni en ákvað að skafa strax. Þegar hann var búinn að skafa af fimm af níu reitum var hámarksvinningurinn, ein milljón, komin upp tvisvar. Við vorum sammála um það, kímnir á svip, að það væru yfirgnæfandi líkur á vinningi, milljónin væri nær komin í höfn. Og viti menn! Raggi átti tvo reiti eftir þegar þriðja milljónin kom í ljós. Ég trúði honum alls ekki þegar hann sagði mér þetta en það var ekki um að villast. Rakarinn minn hafði unnið milljón þegar hann var hálfnaður með klippingu á mér. Hann var næstum því búinn að faðma mig af gleði, en svo vel þekkjums t við ekki. Hann fór þá í það að klára klippinguna. Það var mjög skrítin stemmning. Mér fannst pínu eins og ég ætti að vera að klippa hann, þótt hann sé nauðasköllóttur. Jæja, klippingin var ókeypis og hann lofaði mér og sjálfum sér að gera könnunina, tvisvar ef hann gæti. Svo lokaði hann stofunni.

Þetta var lygasaga dagsins. Hún var byggð á sannleikanum eins og allar góðar lygasögur en allt var satt í sögunni þar til þriðja milljónin birtist. Það var ekki fyrr en í síðasta reitnum sem hún birtist. Nei, djók.


Þetta var skrifað kl. 15:00 |

=================

20 mars 2007

Hlaupahjól, frí og haust er efst á baugi.

Það var gáta í barnablaði Morgunblaðsins um helgina sem var eitthvað á þessa leið:

Hvaða karl er það sem svitnar mest þegar sólin byrjar að skína á haustin?


Svarið var á annarri blaðsíðu og var það snjókarl.

Hvaða athugasemdir viljið þið gera við þessa gátu?


Þetta var skrifað kl. 10:45 |

=================

19 mars 2007

Mangi

Mangi dansaði eins og hann ætti lífið að leysa. Hann hafði ekki skemmt sér svona lengi. Tapið gegn eyjapeyjanum í borðtennis fyrr um kvöldið virtist lítilvægt. Hann lifði sig svo vel inn í tónlistina að hann tók varla eftir því að falleg stelpa nálgaðist hann og gerði sig líklega til að dansa við hann. Þegar hann sá þetta bættist í gleðina, allt ætlaði að ganga upp! Þau dönsuðu um stund og hlógu saman án þess að segja stakt orð en nú komu fyrstu orð stelpunnar við Manga: „Ojj! Af hverju ertu svona blautur á bakinu!?“ Mangi mundi ekki af hverju það ætti að vera og uppgötvaði þá að hann hafði svitnað í gegnum skyrtuna og í gegnum jakkann. Oj. Hann var þó fljótur að hugsa og hrópaði: „Einhver fáviti hellti á mig bjór“. Manga datt ekki í hug að hún gæti verið týpan sem fílaði að sleikja bjór af bakinu á mönnum. Hún var það heldur ekki. Mangi afsakaði sig og fór á klósettið þar sem hann hitti mig. Nokkru síðar var ég farinn að þurrka á honum bakið með risapappírsvendi. Pappírinn varð fljótt gegnblautur en bakið var alltaf jafnblautt. Ég veit ekki hvað gerðist næst.

1)
Kannski fór Mangi til stelpunnar og sagðist bara vera svona sveittur á bakinu, ef henni þætti það eitthvað ógeðslegt þyrfti bara að hafa það.

2)
Kannski fór hann heim til sín og grét ófarir sínar.

3)
Kannski fór hann meðfram veggjunum og reyndi að láta lítið fyrir sér fara. Svo gæti stelpan hafa leitað hann uppi og gefið sig á tal við hann. Þegar sannleikurinn kom svo í ljós kom líka í ljós að hún var týpan sem fílaði að sleikja svita af bakinu á mönnum. Líklega ekki þó.


Þetta var skrifað kl. 12:22 |

=================

18 mars 2007

Nú er ég að hlusta á Good Stuff með Kelis á meðan ég læt mig dreyma um að það sé aðeins laugardagur.

Ég veit ekki af hverju ég er að láta ykkur vita af því. Þetta er bara dálítið falleg stund.


Þetta var skrifað kl. 19:36 |

=================

16 mars 2007

Þessir áar

Brynjólfur Stefánsson og Helga Jónsdóttir kynntust á seinni hluta átjándu aldar. Fór vel á með þeim og endaði það á að þau ákváðu að hefja saman búskap. Brynjólfur átti þá fyrir eina dóttur með Hallfríði Jónsdóttur sem, þrátt fyrir nafnið, var ekki systir Helgu. Guðrún litla var uppáhald Brynjólfs. Helga vildi eignast börn en Brynjólfur var ekki alveg viss um að það væri rúm fyrir annað barn í hjarta sínu. Getnaðarvarnaleysið fór þó fljótt að gera vart við sig. Þá um árið eignaðist Helga stúlkubarn sem var gefið nafnið Valgerður. Valgerður var veikt barn og ljóst að hún var ekki það hörkutól sem þurfti til að lifa af harðan heim Íslands á átjándu öld. Stuttu síðar lézt Valgerður. Foreldrarnir voru harmi slegnir og lagðist Helga í þunglyndi. Kunnugir sögðu hana klifa á því að fyrst Guð hafði tekið Valgerði svo unga gæti hún ekki hugsað sér fleiri börn. En Brynjólfur fékk sínu fram, ef svo mætti segja, og getnaðarvarnaleysið gerði aftur vart við sig. Árið eftir fæddi Helga aðra stúlku sem var undursamlega falleg. Hún var kölluð Guðrún og var því alnafna hálfsystur sinnar. Guðrún veitti hjónunum mikla gleði. Og innan þriggja ára höfðu hjónin eignast strákana Gísla, Stefán og Guðmund. En þegar Guðmundur litli dó á sínu fyrsta aldursári tók enn eitt þunglyndistímabil Helgu við. Næsta árið sagði hún vart stakt orð og sá bara þögul um börnin en inni í henni óx barn sem fékk nafn bróður síns, Guðmundur, þegar hann kom út (Guðmundur átti eftir að fá viðurnefnið ,ríki'). Kom svo litli Jón í heiminn. Þegar hann dó ungbarnadauða komst Brynjólfur svo að orði: „Well, that's life!“ og þau reyndu aftur. Næst kom stúlka sem var svo falleg að Helga tók ekki annað í mál en að hún fengi sama nafn og frumburður hennar, Valgerður. Svo kom lítill strákur, önnur tilraun var gerð með nafnið Jón en, því miður, Jón lézt sviplega áður en hann náði að hitta litlu systur sína Guðríði sem síðan lézt áður en hún náði að berja Vigfús litla augum. Hann dó. Svo kom skelfingin. Guðrún litla, sú elzta, lézt aðeins ellefu ára gömul. Helga hafði þá fætt tíu börn síðustu tólf árin og þrjú þeirra voru enn á lífi: Stefán, Gísli og Valgerður (II). Hjónin tóku dauða Guðrúnar illa en tóku fast á því og eignuðust bara aðra Guðrúnu. Hún dó á fyrsta aldursári. Eftir tvö kom sólargeislinn Sigrún með storkinum en hún dó þá um árið. Helga fæddi svo stúlku, hún þótti sláandi lík móður sinni og fékk nafn hennar. En Helga Brynjólfsdóttir dó áður en hún fór að taka tennur. Vilborg Brynjólfsdóttir fæddist svo, og nei, hún dó ekki! Í þriðja sinn kom stúlka að nafni Guðrún Brynjólfsdóttir í heiminn. Ekki vildi betur til en að hún dó árið eftir. Árið eftir það kom Bjarni, hann dó, svo kom Jón aftur, sá dó einnig. Ekkert síðustu þriggja barna sem Helga hafði fætt var enn á lífi. Næstu þrjú árin héldu Brynjólfur og Helga að sér höndum í barneignum en nú kom lítill stráklingur í heiminn. Hann þótti fagur og sögðu menn að nú, fyrst nú, væri kominn drengur sem væri þess verður að vera skírður í höfuðið á föður sínum. Nokkru eftir skírn Brynjólfs Brynjólfssonar tók Guð hann til sín. Eftir það þótti hjónunum nóg komið. Stefán, Gísli og Guðmundur voru komnir yfir tvítugt og orðnir menn. Valgerður var orðin ung stúlka og var hún dugleg að hjálpa til. Vilborg litla var fimm ára og hjálpaði hún foreldrum sínum að halda geðheilsu. Barneignum Brynjólfs og Helgu var lokið.

Nú legg ég til að við hyllum forfeður og -mæður okkar með trylltu lófataki. Að eiga svona ævi er bara rugl og ef þau hefðu ekki haldið ótrauð áfram værum við ekki hér til að kvarta yfir veðrinu sem er fyrir utan gluggann, skamma Eirík Hauksson fyrir að lita á sér hárið og blogga.


Þetta var skrifað kl. 12:44 |

=================Ef þú átt það til að reka út úr þér tunguna þegar þú vandar þig skaltu vanda þig við að halda henni inni á meðan þú borar í nefið.

Önnur tillaga: Slepptu því að bora í nefið.


Þetta var skrifað kl. 11:40 |

=================

13 mars 2007

Frumlegt og gott

„Eddie Murphy fer á kostum í þessari feitustu grínmynd ársins.“


Þetta var skrifað kl. 09:08 |

=================

12 mars 2007

Kæri kall,

það er um að gera að vera heimilislegur svona endrum og eins en að klippa neglurnar sínar fram af svölunum er mjög ólekkert. Ef þú hefðir verið að pissa fram af hefði það kannski verið aðeins viðbjóðslegra, en skemmtanagildið hefði verið meira. Því legg ég til að þú gerir það næst.


Þetta var skrifað kl. 23:22 |

=================

10 mars 2007

Komið hefur í ljós á síðustu dögum að slagsmál lífga mjög upp á íþróttaviðburði hvers kyns. Í þessu sambandi getum við vitnað í athugasemd Höskulds við færslu mína síðan í gær:

„David Villa og Miguel munu afgreiða Chelsea. Chelsea-menn halda kannski að þeir séu óhultir vegna þess að David Navarro er í banni og verður ekki með. En þeir mega ekki gleyma því að hann verður staddur uppi í stúku og getur því auðveldlega hlaupið niður á völl og lamið mann og annan (uppástunga: Robben og Ashley Cole).“

Það er greinilegt hvaða væntingar hann hefur. Hann vill bara fá slagsmál.

Það er ánægjulegt að sjá að íslenzkir áhorfendur á handboltaleikjum hafa tekið þetta til sín og líklega eru nokkrir áhorfendur bikarúrslitaleiksins núna í yfirheyrslu hjá lögreglu.


Þetta var skrifað kl. 18:17 |

=================

09 mars 2007

Kennarar

Það þarf að verða vakning meðal kennara. Kennarar þurfa að gera sér grein fyrir hversu mikið skyldur ungmenna hafa aukizt síðustu ár. Það má segja að vegna afturhaldssemi skólanna, þ.e. að þeir séu jafnerfiðir og áður, sé í raun mesta afrek að standa sig vel ég skóla, ja, eiginlega bara hetjudáð.

Maður verður að blogga, vera með mæspeis, flickr og allan fjandann. Auk þess verður maður að lesa allar aðrar bloggsíður og skoða allar síður því annars verða bara vinslit. Svo verður auðvitað að vinna með skólanum. Ég skil ekki hvernig ég fer að og ég vona að kennarar mínir geri sér grein fyrir hversu erfitt líf mitt er.


Þetta var skrifað kl. 18:51 |

=================Vonbrigði

Ekkert kennaraverkfall í ár. Kannski næsta ár.


Þetta var skrifað kl. 15:42 |

=================Ræða. Ludovic kallaður upp á svið, hann tekur með sér bikarinn. Ludovic lætur Platini fá bikarinn. Platini lætur borgarstjóra Aþenu fá bikarinn. Sá heldur ræðu. Liðin átta kynnt til sögunnar. Tveir gaurar kallaðir upp á svið. Grikkir hylltir. Zagorakis fer upp á svið. Skálar birtast á dularfullan hátt á sviðinu. Allir eru minntir á hversu gaman það væri að leika leikinn góða 23. maí, á ólympíleikvangnum í Aþenu. Einnig eru Valencia og Inter mjög nett skömmuð. Reglur dráttarins kynntar.

Drátturinn hefst …

AC Milan eiga fyrsta leik …
… við Bayern München.

Næsti leikur er PSV Eindhoven …
… Liverpool!
Vá, Liverpool lofsungnir.
Svo er það AS Roma …
… Manchester United.
Þá vita allir hver síðasti leikurinn er. Hvort liðið byrjar heima? Chelsea byrjar heima. Chelsea er eina liðið í þessum drætti sem aldrei hefur leikið úrslitaleik í Evrópukeppni. Valencia sækir Chelsea heim.

Jæja, þessir leikir eru leikir 1, 2, 3 og 4.

Undanúrslitin verða
S4 gegn S2 (Chelsea - Liverpool?)
S3 gegn S1 (tja …)

Nú er bara eftir að draga um hvort liðið er „heimaliðið“ í úrslitum. Það eru sigurvegarar undanúrslitaleiks 2. Það er ekki Liverpool.

Þetta var skemmtilegt.


Þetta var skrifað kl. 12:22 |

=================

08 mars 2007

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.


Þetta var skrifað kl. 09:16 |

=================

05 mars 2007

Ég held að það mikilvægasta sem ég hef nokkurn tímann lært í lífinu, og það er nokkuð nýlegt, sé að, eins og Einar Ben sagði, aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Ég á eftir að læra að stundum eru innskotssetningar ruglandi.


Þetta var skrifað kl. 16:45 |

=================

03 mars 2007

Ætli það sé ekki við hæfi að þeir sem krýndir verða meistarar í vor vinni óverðskuldaðasta sigur tímabilsins.


Þetta var skrifað kl. 20:19 |

=================

02 mars 2007

Ef einhver vill semja póstmódernískt ljóð um angist er sálargall alveg tilvalið orð í ljóðið.

Annars er hverjum manni hollt að líta á gallið sitt á svona árs fresti.


Þetta var skrifað kl. 17:32 |

=================